Skoðun

Neyðar­á­stand - úr­bætur strax

Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt.

Skoðun

Jens Garðar í 1. sæti

Elliði Vignisson skrifar

Næstu helgi er ögurstund hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum kjördæmum göngum við Sjálfstæðismenn til þeirra verka að velja okkur merkisbera í komandi kosningum. Þar ber okkur skylda til að hugsa um það fyrst og fremst hvaða fólki við treystum til að fylgja stefnu okkar og boða hana á þann hátt að kjósendur geti sameinast um hana.

Skoðun

Vættir ör­æfanna – Um­komu­laust há­lendi

Þröstur Ólafsson skrifar

Það er ekki lengra en svo, að um miðbik liðinnar aldar voru óbyggðir hálendisins, með öllum sínum vættum, kynjasögum og munnmælum nefnd öræfi. Eyðilegar óbyggðir. Yfir þeim hvíldi huliðshjálmur töfraheima og lausbeisluð draumhyggja um dulin grösug dalverpi og fagurt samfélag huldufólks, en einnig flökkusögur um ógnvekjandi tilveru einmana útlaga. Fæstir vildu þar smala. Tröllin voru í fjöllunum. Þessi draumheimur þjóðarinnar er nú horfinn.

Skoðun

Fátæktarvesöld – ver­öld sem er

Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar

Um 2.100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023.

Skoðun

Barna­fá­tækt á Ís­landi

Þorbera Fjölnisdóttir skrifar

Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku.

Skoðun

Redda smokkar málunum?

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar

Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði.

Skoðun

Fólk er ekki fífl, Fram­sókn!

Davíð Bergmann skrifar

Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss!

Skoðun

Góð menntun borgar sig

Jónína Hauksdóttir skrifar

Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum.

Skoðun

Hvar er torf­kofinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni.

Skoðun

Starfs­lýsing kennarans

Davíð Már Sigurðsson skrifar

Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki.

Skoðun

Heil­brigðis­kerfi á tíma­mótum

Guðbjörg Pálsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Sandra B. Franks og Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifa

Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda.

Skoðun

Hvar er kröfugerðin?

Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar

Félagsmenn sex aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa samþykkt skæruverkföll í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Kosið var um verkföll og þau samþykkt án þess að skýr kröfugerð hafi verið lögð fram.

Skoðun

„Lífið er stundum ó­sann­gjarnt, sér­stak­lega fyrir stelpur eins og okkur“

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir skrifar

Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“.

Skoðun

Verður for­tíðin fram­tíðin sem við viljum ekki?

Anna Lára Steindal skrifar

Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar.

Skoðun

Dropinn sem fyllti mælinn

Melkorka Kjartansdóttir skrifar

Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag.

Skoðun

Ríkis­stjórn í al­manna­þágu, ekki auð­valds

Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Nú er staðfest að við göngum til kosninga 30. nóvember næstkomandi. Stjórnmálafólk mun, líkt og venjulega, lofa öllu fögru og tala um mikilvægi þess að reisa við heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, innviði, að ná niður verðbólgu og vöxtum.

Skoðun

Náin tengsl

Eva Hauksdóttir skrifar

Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi?

Skoðun

Styðjum fólk í sjálf­bærari neyslu

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Lausnir á stærstu grænu áskorunum samtímans virðast oft vaxa stjórnmálafólki í augum – hvort sem er umgengni við auðlindir Jarðar, sú virðing sem við sýnum vistkerfum eða hvernig á að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.

Skoðun

Er það ekki skrýtið?

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna.

Skoðun

Mann­úð í stað markaðslausna

María Pétursdóttir skrifar

Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum.

Skoðun

Orðum fylgir á­byrgð!

Hulda María Magnúsdóttir skrifar

Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa.

Skoðun

Bráða­mót­taka LSH

Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar

Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag.

Skoðun

Kosið um græna fram­tíð

Finnur Beck skrifar

Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir.

Skoðun

Fyrir­tækin greiða ekki virðis­auka­skatt

Friðrik Árnason skrifar

Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu.

Skoðun

Líknarmeðferð og dánaraðstoð eiga að fara hönd í hönd

Ingrid Kuhlman skrifar

Dagana 20.-21. september síðastliðinn var haldin ráðstefnu á vegum World Federation of Right to Die Societies, eða heimssamtaka félaga um dánaraðstoð. Ráðstefnan fór fram í Dyflinni á Írlandi og tóku um 150 manns víðs vegar að úr heiminum þátt. Margar hliðar dánaraðstoðar voru ræddar, þar á meðal tengsl hennar við líknarmeðferð.

Skoðun

Sköpum gönguvæna borg

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. 

Skoðun

Efna­hags­mál sem geðheilbrigðismál

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Það er oft sagt að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hálfsannleikur. Hið rétta er að ef fólk hefur áhyggjur af afkomu sinni – næstu mánaðamótum – þá er það áhyggjufullt og mögulega óhamingjusamt vegna þess. Fjárhagslegt öryggi er grunnur að andlegri líðan og skortur á því getur leitt til alvarlegra erfiðleika í andlegri heilsu.

Skoðun