Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Tvö mörk litu dagsins ljós þegar Everton og West Ham United gerðu jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markaskorarar kvöldsins eru báðir enskir. Enski boltinn 29.9.2025 21:01
Mikael Ellert og félagar í vondum málum Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Genoa steinlá á heimavelli gegn Lazio í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Fótbolti 29.9.2025 20:45
Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Kolbeinn Þórðarson, Mikael Anderson og Stefán Ingi Sigurðarson voru á skotskónum í góðum sigrum sinna liða í skandinavíska fótboltanum. Fótbolti 29.9.2025 19:37
Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Íslenski boltinn 29.9.2025 14:17
Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Það vantaði ekki dramatíkina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fleiri en einn leikmaður reif sig úr að ofan til að fagna sigurmarki í blálokin og alls voru níu mörk skoruð í uppbótartíma í leikjunum. Öll mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29.9.2025 12:45
Frá Fram á Hlíðarenda Gareth Owen hættir í þjálfarateymi Fram og færir sig yfir til Vals. Hann verður yfirmaður knattspyrnumála á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 29.9.2025 12:01
Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Hinn 19 ára gamli Naufal Takdir Al Bari stefndi á keppni í fimleikum á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. Hann lést eftir slys á æfingu í Rússlandi. Sport 29.9.2025 11:32
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Gærdagurinn í NFL-deildinni var ótrúlegur. Hann byrjaði með spennutrylli í Dublin og endaði með jafntefli í Dallas. Sport 29.9.2025 11:02
Áhugasamur verði Amorim rekinn Xavi Hernández, fyrrum þjálfari Barcelona, er sagður áhugasamur um að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United fari svo að Portúgalinn Rúben Amorim verði látinn taka poka sinn. Enski boltinn 29.9.2025 10:35
„Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. Golf 29.9.2025 10:02
Hefur enga trú lengur á Amorim Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Enski boltinn 29.9.2025 09:31
Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. Golf 29.9.2025 09:10
Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sport 29.9.2025 08:00
Al Horford til Golden State Golden State Warriors hafa landað reynsluboltanum Al Horford en Horford var samningslaus eftir fjögur tímabil með Boston Celtics. Körfubolti 29.9.2025 07:32
Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Mikið hefur verið rætt um framtíð Ruben Amorim í starfi hjá Manchester United en liðið hefur tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og féll úr leik í deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. Fótbolti 29.9.2025 07:01
Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Eftir þéttpakkaða helgi af íþróttum er aðeins rólegri mánudagur í kortunum en það er þó aldrei dauð stund á rásum Sýnar Sport og eitt og annað sem gleður augað á dagskrá í dag. Sport 29.9.2025 06:00
Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Stympingar urðu milli keppenda á rafíþróttamótinu Skjálfta á laugardag. Einn keppandi hrinti sautján ára mótherja sínum eftir að hafa tapað viðureign þeirra. Á spjallrás hreytti hann einnig fúkyrðum í unga drenginn, sem hann kallaði „ógeðslegt innflytjanda hyski“. RÍSÍ harmar atvikið. Rafíþróttir 28.9.2025 23:43
Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa lagði Fulham 3-1 og Newcastle lá heima gegn Arsenal 1-2. Fótbolti 28.9.2025 23:00
Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Leikmenn meistaraflokks ÍR í kvennaknattspyrnu hafa ákveðið að yfirgefa liðið allir sem einn en leikmennirnir tilkynntu um ákvörðun sína á Instagram í kvöld. Fótbolti 28.9.2025 22:27
„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Fótbolti 28.9.2025 22:03
Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. Golf 28.9.2025 21:55
„Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Okkur líður bara öllum mjög vel með þetta. Þetta var planið, að vinna þennan leik,“ sagði Helgi Sigurðsson, sem stýrði Fram til sigurs gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld. Fótbolti 28.9.2025 21:48
„Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Tilfinningin er góð og loksins náði ég að skora,“ sagði hetja Framara, Fred, eftir 2-0 sigur liðsins gegn Val í kvöld. Fótbolti 28.9.2025 21:31
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Stjörnunnar lögðu bikarmeistara Vals að velli þegar liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta karla í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 90-89 Stjörnunni í vil eftir æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunni. Körfubolti 28.9.2025 18:31
Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Lokahnykkur Ryder-bikarins er nú í fullum gangi þar sem kylfingarnir mætast í einmenningi. Bandaríkin leiða í fimm einvígum af ellefu þegar þetta er skrifað. Golf 28.9.2025 19:50