

Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag.
Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna með birtingu Kraumslistans 2018 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kraumi.
Agnes í Sykur með pepp- og partýplaylista.
Rapparinn Herra Hnetusmjör gaf í gær út nýtt myndband við lagið Fóbó en myndbandið er leikstýrt af Eiði Birgissyni.
Bandaríska dómsdagsrokkdúóið Bell Witch heldur tónleika á Gauknum næstkomandi miðvikudag.
Föstudags mane-vörp í boði krabba allra landsmanna.
Pönkuð PUP-tónlist verður í boði á hljómleikastaðnum Húrra á sunnudaginn.
Þeir Alfreð Drexler og Lord Pusswhip hafa þekkst bókstaflega síðan við fæðingu. Þeir eru saman í hljómsveitinni Psychoplasmics sem gefur út samnefnda plötu á mánudaginn. Um er að ræða sækadelískt ferðalag um tónlistarstefnur.
Ljúfir tónar og taktar fyrir þig og þína í boði mt. fujitive
Hljómsveitin FM Belfast stóð fyrir tónleikum á Kaffibarnum á sunnudagskvöldið og fóru þeir fram á neðri hæð staðarins.
Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Abraham Brody frumsýnir nýtt myndband við lagið Nightingale á Vísi í dag.
Þeremín-þerapistinn Hekla á lista vikunnar.
Júníus Meyvant hefur samið við bandaríska útgáfufyrirtækið Glassnote um útgáfu á nýju plötunni sinni Across The Borders á nokkrum af þeirra sterkustu markaðssvæðum.
Hljómsveitin Vintage Caravan hefur verið á túr um Evrópu undanfarnar vikur. Drengirnir hafa fengið tvo daga í frí og sjá lítið af borgunum sem þeir spila í.
Finnska söngkonan Alma spilar á Airwaves-hátíðinni í kvöld. Tónleikar hennar fara fram í Listasafninu en hún er þekkt fyrir bæði líflega framkomu sem og hárlit.
Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu.
Máni Orrason hefur sent frá sér nýtt lag og myndband, Picture I Recall, en þetta er fyrsti singúll af nýrri plötu sem kemur út í vor. Máni samdi plötuna gríðarlega hratt undir áhrifum sjálfrar ástarinnar.
Steinunn Eldflaug býður í ferðalag um skynvillusýrðan tölvuheim.
Izleifur leiðir hlustendur í gildruhúsið uppi á næstu tröppu.
"Við höfum vitað af hvor annarri í mörg ár og borið virðingu fyrir vinnu hvor annarri. Síðasta haust var okkur báðum boðið að taka þátt í listarecidensíunni Disko Art festival í Grænlandi,“ segir Sunneva Ása Weisshappel sem leikstýrir nýjasta myndbandi Mammút með Sögu Sig. Lagið ber heitið What's Your Secret?
Tónlistarkonan Sura hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu. Hún fór alla leið við vinnslu plötunnar – sagði upp vinnunni og fór beina leið í að semja plötu í fullri lengd. Platan er á Spotify og kemur á vínyl.
Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið Keyra og eins og nafnið gefur til kynna er kappinn töluvert inni í bifreið í myndbandinu.
Plötusnúðurinn, teiknarinn og samfélagsmiðlasnillingurinn Sunna Ben setti saman pumpandi pop-hop föstudagslagalista fyrir Vísi.
Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli.
"Mig langaði bara að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður. Gefa út lag með trompetsólói í lokin og gefa það svo út aftur 6 dögum seinna án trompetsins. Það hefur aldrei verið gert áður svo ég viti til.“
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius hita upp fyrir jólatónleikana sína í desember með glænýju suðrænu vetrarlagi sem nefnist Vindar að hausti. Um er að ræða brasilískt bossa nova sem ætti að ylja Íslendingum nú í haust og vetur.
Þann 23. október gaf söngkonan Britney Spears út sinn fyrsta smell og eftir það fór ferill hennar á mikið flug.
Bresk-bandaríska hljómsveitin Fleetwood Mac hefur tilkynnt að hún muni spila í London, Dublin og Berlín næsta sumar á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Mikið hefur verið fjallað um kvikmyndina Lof mér að falla en minna hefur verið rýnt í tónlistina í myndinni. Ungt og tiltölulega óþekkt íslenskt tónlistarfólk stendur að baki megni hennar.
Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi söngvari gleðisveitarinnar FM Belfast, hefur sagt skilið við sveitina og hafið sólóferil ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum með ýmsum leik- og listahópum.