Viðskipti erlent

Neverland-búgarður Jackson seldur langt undir ásettu verði

Neverland, búgarður poppstjörnunnar Michael Jackson heitins, hefur verið seldur fyrir 22 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að upphæðin kunni að hljóma há er hún engu að síður ekki nema fjórðungur af upphaflegum verðmiða eignarinnar. Það mun hafa verið milljarðamæringurinn Ron Burkle sem keypti eignina en kaupin hafa verið sögð vera algjör „þjófnaður.“

Viðskipti erlent

Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund

Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér.

Viðskipti erlent

MGM og James Bond til sölu

Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt.

Viðskipti erlent

YouTube, Gmail og Google Drive liggja niðri

Notendur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, finna fyrir því þessa stundina að YouTube, Gmail og Google Drive virka ekki sem skyldi. Á vefsíðunni Downdetector má sjá tugþúsundir manna um heim allan tilkynna að þeir geta ekki notað YouTube. 

Viðskipti erlent

Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu

Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp.

Viðskipti erlent

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Viðskipti erlent

App­le kynnir 93 þúsund króna heyrna­tól

Apple kynnti í dag fyrstu heyrnatólin frá fyrirtækinu sem ekki fara inn í eyrun heldur yfir þau. Heyrnatólin verða hljóðeinangruð og þráðlaus og bera heitið AirPods Max. Verð heyrnatólanna hefur vakið nokkra athygli en þau munu kosta 549 pund, eða um 93 þúsund íslenskar krónur.

Viðskipti erlent

Í losti eftir að aðgerðirnar voru kynntar í dag

Íslensk kona sem rekur kaffihús í Kaupmannahöfn segist vera í losti eftir fréttir af hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar sem kynntar voru í dag. Hún kveðst þó vona að geta haldið rekstrinum áfram gangandi með því að bjóða upp á kaffi og kræsingar til að taka með.

Viðskipti erlent

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.

Viðskipti erlent