Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins þar sem tekið er fram að eftir flutninginn verði staðurinn eini Michelin-staðurinn norðan heimskautsbaugs.
Til stendur að Koks, sem fagnar tíu ára afmæli í ár, opni í Ilimanaq, um fimm hundruð kílómetra norður af Nuuk á vesturströnd Grænlands, næsta sumar.
Segir að Koks verði starfandi í Ilimanaq næstu tvö sumur og muni svo snúa aftur í nýtt húsnæði í Færeyjum árið 2024.
Koks, sem hefur verið við Leynavatn á Straumey, um 24 kílómetra norður af Þórshöfn, hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017. Árið 2019 bætti staðurinn við sig annarri Michelin-stjörnu.
Staðurinn tekur einungis við þrjátíu gestum á kvöldi.