Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 13:41 Rocket Lab Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX. Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt. Geimurinn Tækni Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt.
Geimurinn Tækni Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira