
Viðskipti erlent

Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu
Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna.

Tæknirisar takast á
Forstjóri Apple hefur gagnrýnt Facebook harkalega vegna máls Cambridge Analytica og segir fólk eiga rétt til einkalífs.

Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum
Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum.

Hægt að herða á iPhone-símum
Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar.

Huawei gefst ekki upp
Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp.

MyFitnessPal fórnarlamb eins stærsta gagnastuldar sögunnar
Tölvuþrjótar hafa komist yfir notendanöfn, tölvupóstföng og dulkóðuð lykilorð um 150 milljón notenda MyFitnessPal.

Trump ósáttur við Amazon
Donald Trump segir starfsemi Amazon bitna á minni fyrirtækjum sem geti ekki keppt við umsvif netverslunarinnar.

Elsti vopnaframleiðandi Bandaríkjanna í kröggum
Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016.

SpaceX hverfur af Facebook
Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda.

Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump
Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína.

Evrópusambandsríki verða undanþegin málmtollum Trump
Aðeins um þriðjungur stálinnflutnings Bandaríkjanna mun bera verndartollana.

Zuckerberg baðst afsökunar á CNN
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað.

Hyundai vill fara varlega
Talsmenn suðurkóreska bílarisans Hyundai sögðu í gær að fyrirtækið ætlaði að gæta fyllstu varúðar við framleiðslu sjálfkeyrandi bíla eftir að sjálfkeyrandi bíll leigubílaþjónustunnar Uber keyrði á konu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að hún lést.

Lögfræðistofan í brennidepli Panama-skjalanna hætt starfsemi
Panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem var miðpunktur umfjöllunar um hin svokölluðu Panama-skjöl hefur hætt starfsemi.

Statoil skiptir um nafn
Til þess þarf norska ríkisolíufyrirtækið þó að sannfæra dýralækni.

Google bannar auglýsingar fyrir rafmyntir
Stjórnendur tæknirisans eru sagðir hafa áhyggjur af skorti á neytendavern á rafmyntarmarkaðinum. Bannið á að taka gildi í júní.

Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi.

Ættingjar Fridu Kahlo ósáttir við Barbie-dúkku sem byggð er á henni
Ættingjar mexíkóska listmálarans Fridu Kahlo eru ósáttir við Barbie-dúkku sem byggð er á málaranum en Mattel, fyrirtækið sem framleiðir Barbie, hefur gefið út nýja línu af dúkkum undir heitinu Inspiring Women.

Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs
Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins.

Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur
Amazon vinnur nú að því að laga galla í stafræna aðstoðarmanninum Alexu sem veldur því að tækið hlær fyrirvaralaust.

Bezos fyrstur til að rjúfa 100 milljarða múrinn
Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Trump fellur um 222 sæti á lista yfir þá ríkustu í heimi
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi.

Segir tollastríð sjaldan enda vel
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga.

Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum
Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins.

ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku
Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða.

Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein
Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein.

Facebook hættir við breytingar eftir harða gagnrýni
Facebook hefur ákveðið að hætta tilraunum með nýja uppsetningu á samfélagsmiðlinum

Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni.

Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana
Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum.

Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál
Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir.