Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 19:01 Harley-Davidson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims. Vísir/EPA Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira