ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 09:14 Trump amast við tollum sem ESB leggur á bandaríska bíla og vill svara með verndartollum. Vísir/EPA Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira