Dr. Dre gert að greiða milljónir vegna Beats-heyrnartóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 10:55 Dr. Dre er ríkasti rappari heims. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Dr. Dre og viðskiptafélagi hans Jimmy Iovine þurfa að greiða Steven Lamar, fyrrverandi samstarfsfélaga þeirra, 25 milljónir dollara vegna deilna um hver átti hugmyndina að Beats-heyrnartólunum vinsælu. BBC greinir frá. Samsvarar það um 2,6 milljörðum króna en Lavar hélt því fram að hann hefði átt hugmyndina að því að skapa heyrnartólin sem síðar urðu að Beats-heyrnarólunum. Sagðist hann hafa farið með hugmyndina til Iovine og Dr. Dre árið 2006 og þeir hafið samstarf. Fyrstu Beats-heyrnartólin komu á markað árið 2006 en upp úr samstarfi mannanna þriggja slitnaði og árið 2016 stefndi Lamar fyrrverandi samstarfsfélögum sínum til greiðslu höfundarlauna. Deilan snerist að mestu um samning sem samstarfsfélagarnir gerðu árið 2007 um að Lamar myndi fá í sinn hlut fjögur prósent af grunnverði allra Beats Studio heyrnartóla sem seld væru. Vildi Lamar meina að samningurinn væri víðtækari og næði einnig til um tólf annarra tegunda heyrnartóla frá Beats. Krafðist hann þess að fá 130 milljón dollara frá Levine og Dr.Dre, um 14 milljarða króna, en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2007 næði til þriggja tegunda af Beats-heyrnartólum og því þyrftu þeir félagar að greiða Lamar 25 milljónir dollara. Ein af þessum tegundum er enn í sölu og því mun Lamar einnig fá greiðslur vegna þeirra í framtíðinni. Tengdar fréttir Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30 Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Dr. Dre og viðskiptafélagi hans Jimmy Iovine þurfa að greiða Steven Lamar, fyrrverandi samstarfsfélaga þeirra, 25 milljónir dollara vegna deilna um hver átti hugmyndina að Beats-heyrnartólunum vinsælu. BBC greinir frá. Samsvarar það um 2,6 milljörðum króna en Lavar hélt því fram að hann hefði átt hugmyndina að því að skapa heyrnartólin sem síðar urðu að Beats-heyrnarólunum. Sagðist hann hafa farið með hugmyndina til Iovine og Dr. Dre árið 2006 og þeir hafið samstarf. Fyrstu Beats-heyrnartólin komu á markað árið 2006 en upp úr samstarfi mannanna þriggja slitnaði og árið 2016 stefndi Lamar fyrrverandi samstarfsfélögum sínum til greiðslu höfundarlauna. Deilan snerist að mestu um samning sem samstarfsfélagarnir gerðu árið 2007 um að Lamar myndi fá í sinn hlut fjögur prósent af grunnverði allra Beats Studio heyrnartóla sem seld væru. Vildi Lamar meina að samningurinn væri víðtækari og næði einnig til um tólf annarra tegunda heyrnartóla frá Beats. Krafðist hann þess að fá 130 milljón dollara frá Levine og Dr.Dre, um 14 milljarða króna, en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2007 næði til þriggja tegunda af Beats-heyrnartólum og því þyrftu þeir félagar að greiða Lamar 25 milljónir dollara. Ein af þessum tegundum er enn í sölu og því mun Lamar einnig fá greiðslur vegna þeirra í framtíðinni.
Tengdar fréttir Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30 Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30
Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00