Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar
Flugfélagið Play boðar til fundar í Sykursalnum í Vatnsmýrinni þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs verður kynnt. Þá verður farið nánar yfir þegar tilkynntar grundvallarbreytingar sem til stendur að gera á rekstrarmódeli félagsins. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi.

Breki áfram formaður
Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi samtakanna sem fram fór síðasta þriðjudag. Hann var því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við
Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags.

Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.

Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund
Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra.

Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi
Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim.

Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum
Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja.

Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári.

Fjögur félög Bergvins gjaldþrota
Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs
Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar.

Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB
Guðjón Magnússon og Kristinn Þór Garðarsson tóku nýlega við sem sviðsstjórar hjá VSB verkfræðistofu.

Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði
Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali.

Skerða líka raforku fyrir norðan og austan
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins.

Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust alls 145 umsóknir um hlutdeildarlán í október að andvirði 1.879 milljónum króna, en einungis 800 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið.

Ólöf til liðs við Athygli
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum.

Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september
Hlutfall atvinnulausra tvöfaldaðist á milli mánaða í september og var 5,2 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Vinnumálastofnun segist ekki sjá sömu þróun í sínum gögnum.

Lög um Bankasýsluna verði afnumin
Bankasýsla ríkisins mun heyra sögunni til nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga en drög að frumvarpi um afnám laga um Bankasýsluna voru lögð fram á þingi í gærkvöldi.

Tekjur jukust um sjö prósent milli ára
Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila.

Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna
Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára.

Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís.

Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi
Íslandsstofa, Hugverkastofan, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Rannís bjóða til Nýsköpunarþings 2024 í Grósku 22. október kl. 14:00-15:30. Streymt verður frá þinginu á Vísi.

Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins – Atvinnulífið leiðir
„Atvinnulífið leiðir“ er yfirskrift Umhverfisdags atvinnulífsins 2024 sem haldinn er á Hilton Nordica í dag.

Oculis rauk upp eftir tilkynningu
Gengi hlutabréfa augnlyfjafyrirtækisins Oculis rauk upp um tæplega tíu prósent í dag. Í morgun tilkynnti félagið að innritunum þátttakenda í rannsóknum á lyfinu OCS-01 hefði verið flýtt verulega.

Nýr framkvæmdastjóri á Oche
Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík í Kringlunni. Davíð Lúther er einnig einn af eigendum staðarins.

Skilríki afhent í Hagkaupum í Skeifunni
Frá og með deginum í dag verður hægt að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni, allan sólahringinn, alla daga vikunnar.

Frestun sölu Íslandsbanka jákvæð fyrir markaðinn
Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn.

Sölunni slegið á frest
Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði.

Kormákur og Skjöldur flytja í Brynjuhúsið eftir algjöra yfirhalningu
Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar verður innan tíðar opnuð í sögufrægu húsi við Laugaveg 29, sem áður hýsti verslunina Brynju. Húsið hefur verið tekið algjörlega í gegn á síðustu mánuðum.

Play í frjálsu falli
Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur.

Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi
Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland.