Ástin á þingræðinu 13. júní 2004 00:01 Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar