David, Figo og forseti Íslands Dagur B. Eggertsson skrifar 2. júlí 2004 00:01 Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun