Ísland í hættu vegna listans? 24. september 2004 00:01 Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira