Vopnaður friður veldur ófriði 28. október 2004 00:01 Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira