Vopnaður friður veldur ófriði 28. október 2004 00:01 Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira