2,6 milljarða sekt fyrir samráð 29. október 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira