
Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar
Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng.
Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof.
Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir".
Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf.
Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut".
Þetta finnst mér vera merkingarbært.
Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti.
Já, Guðmundur, höldum söngnum.
Skoðun

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar