Niðurstaða um mánaðamótin 13. október 2005 15:20 Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira