Detroit - Philadelphia 21. apríl 2005 00:01 Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers eru ekki öfundsverðir af því að mæta sjálfum NBA meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ekki bætir úr skák fyrir 76ers, að meistararnir hafa verið á gríðarlegri siglingu í síðustu tíu leikjunum á tímabilinu og þó fæstir hafi tekið eftir því, eru Pistons með eitt allra besta vinningshlutfallið í deildinni eftir áramótin. Það er ekki ósvipuð þróun og var hjá liðinu í fyrra, þegar þeir flestum að óvörum fóru alla leið og sigruðu Lakers í úrslitunum. Detroit liðið er ákaflega vel skipað og varla veikan hlekk að finna. Þeir eru með hávaxið, skipulagt og vel þjálfað lið, sem hugsar fyrst og fremst um varnarleikinn, sem er einmitt formúlan að meistaraliði í NBA. Eitt er víst, það lið sem ætlar sér einhverja hluti í úrsiltakeppninni í Austurdeildinni, verður að fara í gegn um meistarana sjálfa. Lið Philadelphia aftur á móti stendur og fellur með Allen Iverson, sem margir vilja meina að sé besti leikmaður deildarinnar í ár. Hann hefur skorað meira en nokkur annar leikmaður í vetur og er hjartað og sálin í liðinu. Ef Philadelphia á að eiga fræðilegan möguleika gegn meisturunum í þessari rimmu, verður Allen Iverson að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum, eins og hann hefur reyndar gert á síðari helmingi tímabilsins. Menn eins og Chris Webber og Kyle Korver verða líka að stíga fram fyrir skjöldu og hjálpa til við stigaskorun. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Detroit og hefst útsending frá leiknum á Sýn kl. 21:50. NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira
Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers eru ekki öfundsverðir af því að mæta sjálfum NBA meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ekki bætir úr skák fyrir 76ers, að meistararnir hafa verið á gríðarlegri siglingu í síðustu tíu leikjunum á tímabilinu og þó fæstir hafi tekið eftir því, eru Pistons með eitt allra besta vinningshlutfallið í deildinni eftir áramótin. Það er ekki ósvipuð þróun og var hjá liðinu í fyrra, þegar þeir flestum að óvörum fóru alla leið og sigruðu Lakers í úrslitunum. Detroit liðið er ákaflega vel skipað og varla veikan hlekk að finna. Þeir eru með hávaxið, skipulagt og vel þjálfað lið, sem hugsar fyrst og fremst um varnarleikinn, sem er einmitt formúlan að meistaraliði í NBA. Eitt er víst, það lið sem ætlar sér einhverja hluti í úrsiltakeppninni í Austurdeildinni, verður að fara í gegn um meistarana sjálfa. Lið Philadelphia aftur á móti stendur og fellur með Allen Iverson, sem margir vilja meina að sé besti leikmaður deildarinnar í ár. Hann hefur skorað meira en nokkur annar leikmaður í vetur og er hjartað og sálin í liðinu. Ef Philadelphia á að eiga fræðilegan möguleika gegn meisturunum í þessari rimmu, verður Allen Iverson að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum, eins og hann hefur reyndar gert á síðari helmingi tímabilsins. Menn eins og Chris Webber og Kyle Korver verða líka að stíga fram fyrir skjöldu og hjálpa til við stigaskorun. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Detroit og hefst útsending frá leiknum á Sýn kl. 21:50.
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira