Dallas - Houston 22. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas. NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira
Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas.
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira