Telur Skerjafjarðarveg óraunhæfan 8. júní 2005 00:01 Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira