Fjallar ekki frekar um bankasölu 8. júní 2005 00:01 Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira