Afgangur en ekki halli 23. júní 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira