Leikum alltaf til sigurs 19. júlí 2005 00:01 FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira