Sætur sigur Valsmanna á KR 13. október 2005 19:33 Bæði lið mættu til leiks vel meðvituð um mikilvægi hans. Valsmenn eiga að vísu bestu möguleika annarra liða en FH í Landsbankadeildinni en annars er Visa-bikarinn eini raunhæfi möguleikinn á titli fyrir önnur lið. KR-ingar eru eins og alltaf undir mikilli pressu að ná árangri og því var sérstaklega mikið undir hjá þeim.Engin hættuleg færi litu dagsins ljós í upphafi leiks en bæði lið gerðu vel að sækja. Valsmenn voru skeinuhættari ef eitthvað er og á 25. mínútu leiksins braut Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, ísinn með góðu marki. Hann fékk boltann í teignum frá Matthíasi Guðmundssyni eftir fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar. Skömmu síðar leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að skora keimlíkt mark. Sigurvin Ólafsson gaf fyrir frá hægri, Rógvi Jacobsen lagði boltann út á Grétar Hjartarson sem skaut að vísu yfir markið. KR-ingar urðu svo fyrir öðru bakslagi á 40. mínútu er Sölva Sturlusyni var vikið af velli fyrir að hafa togað niður Matthías Guðmundsson sem var kominn einn inn fyrir vörn KR. Vel réttlætanlegt spjald og útlitið svart fyrir heimamenn. Rógvi fór úr sókninni í vörnina í kjölfarið og síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. En í þetta sinn tókst KR-ingum að skora og var þar Ágúst Gylfason að verki. Leikurinn galopnaðist fyrir vikið og var hart barist en lítið um hættuleg færi. En þegar ekkert annað virtist blasa við en framlenging tekst Valsmönnum að skora sigurmarkið. Garðar Gunnlaugsson var þar að verki eftir að Matthías hafði fengið sannkallað dauðafæri. KR-ingar tóku miðjuna en það var til lítils, flautað var til leiksloka nokkrum sekúndum síðar. "Það er alltaf ljúft að vinna og það var ekkert að þessu," sagði Guðmundur Benediktsson Valsmaður og fyrrum KR-ingur. "Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á þessum velli og það var frábær stemmning hérna í dag."Garðar Gunnlaugsson var skiljanlega í sjöunda himni þegar Fréttablaðið náði tali af honum rétt eftir leik. "Þetta var alveg svakalegt. Frábær tilfinning," sagði Garðar. Um leikinn sagði hann að sínir menn virtust hafa koðnað niður eftir jöfnunarmarkið. "Þetta var eins og högg í andlitið en við náðum að setja pressu á þá undir lokin og skora svo mark sem var auðvitað alveg stórkostlegt. Mér fannst að bæði lið hafi í raun verið að búa sig undir framlengingu." Garðar Gunnlaugsson hefur þar með skorað sex mörk fyrir Valsmenn í þremur leikjum í VISA-bikarnum í sumar. Garðar skoraði tvö mörk í 0-7 sigri á Reyni Á. í 32 liða úrslitunum, þrennu í 5-1 sigri á Haukum í 16 liða úrslitunum og loks sigurmarkið á KR-vellinum í gær eftir að hafa komið inná sem varamaður. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Bæði lið mættu til leiks vel meðvituð um mikilvægi hans. Valsmenn eiga að vísu bestu möguleika annarra liða en FH í Landsbankadeildinni en annars er Visa-bikarinn eini raunhæfi möguleikinn á titli fyrir önnur lið. KR-ingar eru eins og alltaf undir mikilli pressu að ná árangri og því var sérstaklega mikið undir hjá þeim.Engin hættuleg færi litu dagsins ljós í upphafi leiks en bæði lið gerðu vel að sækja. Valsmenn voru skeinuhættari ef eitthvað er og á 25. mínútu leiksins braut Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, ísinn með góðu marki. Hann fékk boltann í teignum frá Matthíasi Guðmundssyni eftir fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar. Skömmu síðar leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að skora keimlíkt mark. Sigurvin Ólafsson gaf fyrir frá hægri, Rógvi Jacobsen lagði boltann út á Grétar Hjartarson sem skaut að vísu yfir markið. KR-ingar urðu svo fyrir öðru bakslagi á 40. mínútu er Sölva Sturlusyni var vikið af velli fyrir að hafa togað niður Matthías Guðmundsson sem var kominn einn inn fyrir vörn KR. Vel réttlætanlegt spjald og útlitið svart fyrir heimamenn. Rógvi fór úr sókninni í vörnina í kjölfarið og síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. En í þetta sinn tókst KR-ingum að skora og var þar Ágúst Gylfason að verki. Leikurinn galopnaðist fyrir vikið og var hart barist en lítið um hættuleg færi. En þegar ekkert annað virtist blasa við en framlenging tekst Valsmönnum að skora sigurmarkið. Garðar Gunnlaugsson var þar að verki eftir að Matthías hafði fengið sannkallað dauðafæri. KR-ingar tóku miðjuna en það var til lítils, flautað var til leiksloka nokkrum sekúndum síðar. "Það er alltaf ljúft að vinna og það var ekkert að þessu," sagði Guðmundur Benediktsson Valsmaður og fyrrum KR-ingur. "Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á þessum velli og það var frábær stemmning hérna í dag."Garðar Gunnlaugsson var skiljanlega í sjöunda himni þegar Fréttablaðið náði tali af honum rétt eftir leik. "Þetta var alveg svakalegt. Frábær tilfinning," sagði Garðar. Um leikinn sagði hann að sínir menn virtust hafa koðnað niður eftir jöfnunarmarkið. "Þetta var eins og högg í andlitið en við náðum að setja pressu á þá undir lokin og skora svo mark sem var auðvitað alveg stórkostlegt. Mér fannst að bæði lið hafi í raun verið að búa sig undir framlengingu." Garðar Gunnlaugsson hefur þar með skorað sex mörk fyrir Valsmenn í þremur leikjum í VISA-bikarnum í sumar. Garðar skoraði tvö mörk í 0-7 sigri á Reyni Á. í 32 liða úrslitunum, þrennu í 5-1 sigri á Haukum í 16 liða úrslitunum og loks sigurmarkið á KR-vellinum í gær eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira