Norska úrvalsdeildarliðið Lyn hefur sent KR-ingum tilboð í sóknarmanninn Garðar Jóhannsson. Garðar fór til Noregs fyrr í þessari viku og náði að heilla forystumenn norska liðsins. KR-ingar fengu tilboð í Garðar í gær og hafa KR-ingar tekið tilboðinu. Standist Garðar læknisskoðun er ekkert því til fyrirstöðu að hann gangi til liðs við norska liðið. Lyn er í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Með liðinu leikur annar íslenskur knattspyrnumaður, Stefán Gíslason.