Hafnar samsæriskenningum 14. ágúst 2005 00:01 Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Baugsmálið Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira