Tafir á aðstöðu fyrir áhætturannsóknir 28. júlí 2006 07:30 Rannsóknarstofa Byggja á upp aðstöðu fyrir áhætturannsóknir á Keldum, sem felast meðal annars í því að kryfja dauða fugla. Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira