Er Fréttablaðið í áróðri? Sigurjón Þórðarson skrifar 6. september 2006 06:00 Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar