Allt verði rannsakað 17. október 2006 07:00 „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“ Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira