Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi 16. nóvember 2006 06:45 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar.
Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira