Menning

Fagurfræðin rædd

Gauti Kristmannsson ávarpar fagurfræðimálþing í dag.
Gauti Kristmannsson ávarpar fagurfræðimálþing í dag. MYND/E.ól

Þverfaglegt málþing um fagurfræði verður haldið við Háskóla Íslands milli kl. 13-16.30 í dag. Fyrirlesarar úr ýmsum áttum nálgast viðfangsefnið sem tekur til skynjunar okkar á umheiminum.

Dagskráin hefst með ávarpi Gauta Kristmannssonar en síðan munu fyrirlesarar úr mismunandi fræðaheimum fjalla um jafnólík efni og heimspeki Maurice Blanchot, listamanninn Henry Darger, bústna fegurð barrokksins og fagurfræðilegan sannleika sviðsetningarinnar í kvikmyndum Davids Lynch.

Fyrirlesarar eru Soffía Bjarnadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Guðrún Dröfn Whitehead, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Kristinn Már Ársælsson, Þórdís Björnsdóttir og Benedikt Hjartarson.

Málþingið fer fram í stofu 101 í Lögbergi en það er öllum opið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×