Að minnsta kosti 600 milljónum hent 28. desember 2006 06:00 Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun