Árangurinn kom Ásthildi á óvart 22. janúar 2006 12:14 Ásthildur Helgadóttir segir árangurinn hafa komið sér á óvart. MYND/E.Ól. Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira