Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi.
Samkvæmt yfirtökutilboðinu verður helmingur kaupverðsins greiddur með með peningum en hinn helmingurinn með hlutabréfum í US Airways.
Delta Air Lines fór fram á greiðslustöðvun á síðasta ári og getur þar af leiðandi ekki orðið af samruna fyrr en því verður aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.