Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna.
Að fjárfestingahópnum standa bankarnir J Rothschild, Merril Lynch Capital og fjárfestingasjóðirnir GoldenTree Asset Management, GSO Capital Partners og Magnetar Capital.
Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum. Það kemur nú út á 21 tungumáli og er talið að 80 milljónir manna lesi það að jafnaði.