Viðskipti erlent

Kerkorian selur í General Motors

Kirk Kerkorian.
Kirk Kerkorian. Mynd/AFP

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut.

Gengi hlutabréfa í General Motors féllu um 4,66 prósent í kjölfar fregnanna.

Það var Kerkorian sem átti frumkvæðið að viðræðum bílaframleiðendanna General Motors, Nissan og Renault í sumar. Hann var vongóður um að af samstarfi yrði og hafði í hyggju að auka við hlut sinn í bílaframleiðandanum. Hann hefur hins vegar hótað því að losa sig við hluti í fyrirtækinu eftir að slitnaði upp úr viðræðum í byrjun október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×