Skítlegt eðli kvótakerfisins 11. janúar 2007 05:00 Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun