SAS býður farþegum aflátsbréf 26. janúar 2007 01:28 Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Þeim mun gefast kostur á að leggja sautján krónur danskar ofan á fargjaldið. Krónurnar munu svo renna beinustu leið í græn verkefni sem binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og losna við flugferðina. Þannig geta farþegarnir flogið með hreina og strokna samvisku. Íslendingar fá enga syndaaflausnFleiri flugfélög hafa farið svipaða leið og SAS. British Airways er þar á meðal og hefur þjónustan mælst vel fyrir þar. Ekki ómerkari maður en Tony Blair hefur fullyrt að hann muni framvegis borga umhverfisskattinn fyrir sig og fjölskyldu sína. Viðskiptavinir Icelandair geta þó ekki fylgt í fótspor hans og keypt sér syndaaflausn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða þeim upp á það í bráð. Þar á bæ sé þó vel fylgst með umræðunni um mengun af völdum flugumferðar sem verði æ háværari. Allra leiða sé leitað til að takmarka mengun sem hlýst af fluginu. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Þeim mun gefast kostur á að leggja sautján krónur danskar ofan á fargjaldið. Krónurnar munu svo renna beinustu leið í græn verkefni sem binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og losna við flugferðina. Þannig geta farþegarnir flogið með hreina og strokna samvisku. Íslendingar fá enga syndaaflausnFleiri flugfélög hafa farið svipaða leið og SAS. British Airways er þar á meðal og hefur þjónustan mælst vel fyrir þar. Ekki ómerkari maður en Tony Blair hefur fullyrt að hann muni framvegis borga umhverfisskattinn fyrir sig og fjölskyldu sína. Viðskiptavinir Icelandair geta þó ekki fylgt í fótspor hans og keypt sér syndaaflausn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða þeim upp á það í bráð. Þar á bæ sé þó vel fylgst með umræðunni um mengun af völdum flugumferðar sem verði æ háværari. Allra leiða sé leitað til að takmarka mengun sem hlýst af fluginu.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira