Windows Vista blæs lífi í tölvusölu 14. febrúar 2007 00:01 Sala á nýjum tölvum hefur stóraukist í Bandaríkjunum eftir að nýjasta stýrikerfið frá Microsoft kom á markað. MYND/AFP Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001. Héðan og þaðan Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001.
Héðan og þaðan Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira