Fengið að láni frá börnunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun