Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins 2. mars 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun