Allt í forgang allsstaðar Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. maí 2007 06:00 Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun