Peningaskápurinn... 2. júní 2007 00:01 Rupert Murdoch Opin fyrir tilboði MurdochsGengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Var það eftir að spurðist út að Bancroft-fjölskyldan, stærsti hluthafi félagsins, sagði það koma til greina að ræða við ástralskættaða fjölmiðlajöfurinn Rubert Murdoch. Murdoch lagði fram fimm milljarða dala, rúmlega 320 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dow Jones fyrir hönd fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í útgáfufélaginu, var sögð mótfallin því. Hún tjáði sig hins vegar ekki um það opinberlega fyrr en nú. Með djúpa vasaFréttaveitan Bloomberg segir ljóst að fjölskyldan hafi rætt málið í þaula og ályktað að þau yrðu að taka afstöðu til tilboðs Murdochs, sem jafngildir sautjánföldum væntum rekstrarhagnaði fjölmiðlaútgáfunnar á yfirstandandi ári. Gengi Dow Jones hefur hækkað um 65 prósent frá því Murdoch bauð í félagið og standa bréf þess nú í tæpum 61 dal á hlut. Þótt það sé einum dal yfir tilboði Ástralans aldraða, Murdoch er 76 ára, þykir ólíklegt að önnur tilboð berist í það. Bloomberg bendir á að berist hærra boð í félagið muni Murdoch, sem vill ólmur tryggja sér útgáfufélagið, einfaldlega seilast ofan í djúpa vasa fjölmiðlasamsteypunnar og bjóða betur þar til félagið verður hans. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Opin fyrir tilboði MurdochsGengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Var það eftir að spurðist út að Bancroft-fjölskyldan, stærsti hluthafi félagsins, sagði það koma til greina að ræða við ástralskættaða fjölmiðlajöfurinn Rubert Murdoch. Murdoch lagði fram fimm milljarða dala, rúmlega 320 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dow Jones fyrir hönd fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í útgáfufélaginu, var sögð mótfallin því. Hún tjáði sig hins vegar ekki um það opinberlega fyrr en nú. Með djúpa vasaFréttaveitan Bloomberg segir ljóst að fjölskyldan hafi rætt málið í þaula og ályktað að þau yrðu að taka afstöðu til tilboðs Murdochs, sem jafngildir sautjánföldum væntum rekstrarhagnaði fjölmiðlaútgáfunnar á yfirstandandi ári. Gengi Dow Jones hefur hækkað um 65 prósent frá því Murdoch bauð í félagið og standa bréf þess nú í tæpum 61 dal á hlut. Þótt það sé einum dal yfir tilboði Ástralans aldraða, Murdoch er 76 ára, þykir ólíklegt að önnur tilboð berist í það. Bloomberg bendir á að berist hærra boð í félagið muni Murdoch, sem vill ólmur tryggja sér útgáfufélagið, einfaldlega seilast ofan í djúpa vasa fjölmiðlasamsteypunnar og bjóða betur þar til félagið verður hans.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira