Menning

Rekstur fyrrum

Rætt verður um sögu staðarins í kvöld.
Rætt verður um sögu staðarins í kvöld.

Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur heldur í kvöld fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn „Guðsorð og gegningar: af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestra­röðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgarbyggðar.

Benedikt lauk MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands fyrr á árinu. Fyrirlestur sinn mun Benedikt byggja á rannsóknum sínum á staðnum Reykholti, enda fjölluðu báðar lokaritgerðir hans um Reykholt og sögu staðarins. Þær voru hluti af hinu viðamikla Reykholtsverkefni og unnar undir leiðsögn Helga Þorlákssonar, prófessors við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×