Við áramót Guðni Ágústsson skrifar 31. desember 2007 00:01 Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar