Við áramót Guðni Ágústsson skrifar 31. desember 2007 00:01 Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun