Menning

Harry Potter kemur út með haustinu hér á landi

Daniel Radcliffe í hlutverki Harrys Potter.
Daniel Radcliffe í hlutverki Harrys Potter.

Aðdáendur galdrastráksins Harry Pottter hér á landi verða að bíða fram á haust þar til þýðingin á síðustu bókinni um hann, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur út.

Bloomsbury-útgáfan, sem gefur út bækurnar um galdrastrákinn í Bretlandi, tilkynnti í dag að bókin kæmi út þar í landi þann 21. júlí en þær upplýsingar fengust hjá Bjarti, útgefanda bókarinnar á Íslandi, að félagið fengi bókina ekki fyrr en hún hefði komið út í Bretlandi og fyrst þá væri hægt að byrja að þýða hana á íslensku.

Búast má við að þessi sjöunda og síðasta bók J.K. Rowling um Harry Potter verði vinsæl hér á landi sem annars staðar en enn hefur ekki verið fundinn íslenskur titill á bókina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×