Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu 9. febrúar 2007 09:15 Við bensíndælu í Kína. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira