Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi 5. mars 2007 13:18 Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira